Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. desember 2007 06:00 Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira