Verða kosningaloforðin efnd? 25. júní 2007 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun