Íslendingar frekar áhættusæknir 20. júní 2007 06:30 Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira