Körfubolti

Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir

Stephen Jackson skaut af byssu sinni eftir að hann lenti í átökum á dögunum
Stephen Jackson skaut af byssu sinni eftir að hann lenti í átökum á dögunum NordicPhotos/GettyImages

David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum.

 

Þessi tilmæli forsetans koma fast á hæla atviks sem átti sér stað fyrir nokkrum vikum þegar vandræðagemlingurinn Stephen Jackson greip til vopna þegar hann lenti í átökum fyrir utan strípibúllu í Indianapolis.

"Allar kannanir sýna að menn sem bera vopn eru margfalt líklegri til að deyja af völdum skotvopns en aðrir og því beini ég þeim tilmælum til leikmanna að geyma skotvopn almennt heima hjá sér," sagði Stern, en bætti þó við að sér þætti ekkert athugavert við það þó menn ættu byssur á heimilum sínum. Í leikmannasamningum í NBA er það tekið skýrt fram að allur vopnaburður í tengslum við ferðalög keppnisliða sé stranglega bannaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×