Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu 15. júní 2006 07:00 Frá mótmælunum í gær Þriðjungur þjóðarinnar hefur verið launalaus síðan í febrúar og kennir Hamas um ástandið. MYND/afp "Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið. Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
"Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið.
Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira