Framtíðarleiðtoginn Geir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. september 2005 00:01 Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun