Ég, þú og börnin 7. september 2005 00:01 Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Geymsla Í brennidepli Mest lesið Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun