Bjargvættur ungra múslima? 25. júlí 2005 00:01 Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun