

Hvað með úkraínsku aðferðina?
Lengi hefur verið talað um að við Íslendingar eigum ekki nógu góða leikmenn til þess að ná árangri. "Það er bara einn maður sem getur eitthvað í þessu liði," heyrist oft þegar landsliðið ber á góma og þá er vitanlega átt við Eið Smára Guðjohnsen.
Ég spyr mig að því núna hvort það sé hugsanlega nóg að hafa einn góðan leikmann og svo tíu sæmilega, og kynni til leiks úkraínsku leiðina.
Úkraína, þrátt fyrir að vera stórt land með mikla knattspyrnuhefð, á bara einn heimsklassa leikmann en það er sóknarmaðurinn Andriy Shvevchenko sem leikur með AC Milan. Hann er algjör lykilmaður hjá Úkraínu, sem nú, öllum að óvörum, trónir á toppi síns riðils með tuttugu og þrjú stig eftir níu leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hvernig fara Úkraínumenn að því að vera að gjörsigra riðilinn sinn í undankeppninni þrátt fyrir að þeir séu meðal annars með Evrópumeisturum Grikkja, léttleikandi liði Dana og þrælgóðu liði Tyrkja í riðli?
Oleg Blokhin, gamla úkraínska knattspyrnuhetjan og þjálfari Úkraínumanna, segir árangurinn felast í tveimur einföldum hlutum. 1. Vörn 2. Shevchenko. "Við værum örugglega ekki á leiðinni á HM án Shevchenko. Við værum sennilega neðarlega því varnarleikur okkar og sókn miðast við hans getu," sagði Blokhin eftir frækilegan 0-1 sigur liðsins á Grikkjum þann 8. júní síðastliðinn, og það á heimavelli Evrópumeistaranna.
Ég legg til að Logi Ólafs eða Ásgeir hringi í Oleg Blokhin og segi til dæmis: "Hear me mr. Blokhin, we've only got one world class player as well here in Iceland, but we still lose points to nations like Hungary and Malta, and we almost made a draw with Færeyjar. What can we do?"
Ég er handviss um að Blokhin myndi gefa þeim góð svör sem snéru að því að styrkja varnarleikinn, svo Eiður Smári geti fengið meira svigrúm til þess að skapa hættu í sóknarleiknum.
* Hann myndi fá hávaxna og góða skallamenn inn á miðsvæðið til þess að vinna skallaeinvígin, eins og hann gerir hjá úkraínu.
* Hann myndi aldrei spila með þrjá menn í vörn á útivelli á móti Englandi ef hann væri að stjórna Íslendingum, eins og Logi og Ásgeir gerðu. Það myndi sennilega líða yfir hann ef þeir félagar segðu honum það.
* Hann myndi ekki gefa mönnum frí fjórum dögum fyrir leik til svo þeir gætu stolist til þess að fá sér einn kaldan.
* Hann myndi endurskoða aðeins valið. Spyrja sig að því hvers vegna ungir leikmenn verða betri en eldri og reyndari menn með því að spila erlendis í stuttan tíma, eins og landsliðsþjálfararnir virðast halda. Er hugsanlegt að leikmenn eins og Finnur Kolbeinsson, Heimir Guðjónsson og Gunnlaugur Jónsson, svo einhverjir séu nefndir, hefðu átt að spila fleiri landsleiki?
* En umfram allt myndi hann spila varnarbolta, sem þó hefði það markmið að koma boltanum til Eiðs Smára eins fljótt og auðið er. Þetta gerir hann hjá Úkraínu með góðum árangri. Shevchenko skorar mörkin og Úkraína vinnur leikinn.
Hjá Úkraínu snýst þetta um að verjast á tíu mönnum allan leikinn, vera með duglega kantmenn sem eru fljótir að hlaupa, vera fljótir að koma boltanum á Shevchenko og vona það besta.
Við getum lært af aðferðum Blokhins. Hann gerir sér grein fyrir efniviðnum sem hann er með. Líkt og í tilfelli okkar Íslendinga er bara einn heimsklassaleikmaður í liðinu.
Ég held því að það sé best að nota leikmenn í íslenska landsliðinu sem eru líklegir til þess að styðja vel við bakið á Eiði Smára Guðjohnsen, með dugnaði og ákafa. Ekki vera að reyna hluti sem liðið ræður ekki við, bara að koma boltanum á Eið og vona það besta. Það gengur hjá Úkraínu.
Magnús Halldórsson -magnush@frettabladid.is
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar