Bush óvinsælli Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2005 00:01 Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun