Hvað gerist næst? Guðmundur Magnússon skrifar 1. apríl 2005 00:01 Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun