Skipta fötin einhverju máli? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun