Veiðileyfi á dómara 16. febrúar 2005 00:01 Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar