Virkar ríkisrekið skólakerfi? 8. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun