Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá fundaði með PPP en af­þakkaði þjónustu

Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofurtollarnir lækkaðir tíma­bundið

Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ríkið eignast hlut í Norwegian

Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hrósæfingar fyrir vinnu­staði, gryfjur og góð ráð

„Jú, það er kynslóðamunur á fólki þegar kemur að hrósi. Því elsta kynslóðin á vinnumarkaði er kynslóð sem fékk ekki hrós heldur ólst upp við setningar eins og „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Ingrid Kuhlman þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hækkanir á Asíumörkuðum

Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Um­breyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hug­rekkis“

Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fluttu mun minna til Banda­ríkjanna en meira annað

Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða.

Viðskipti erlent