Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08 prósent á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Viðskipti innlent 2.1.2026 12:46
Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2.1.2026 12:45
Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum. Neytendur 2.1.2026 10:43
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30.12.2025 11:12
Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39
Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Að þessu sinni förum við yfir möguleg trend og nýjar áherslur fyrir árið 2026 með Unni Ýri Konráðsdóttur, varaformanni Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, og ráðgjafa hjá VinnVinn. Atvinnulíf 30.12.2025 07:02
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Viðskipti innlent 30.12.2025 07:02
Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. Viðskipti erlent 29.12.2025 23:52
Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Viðskipti innlent 29.12.2025 23:00
Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð. Neytendur 29.12.2025 20:15
Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði. Viðskipti innlent 29.12.2025 15:28
Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Sýn hefur hlotið tilnefningu sem Besta íslenska vörumerkið 2025. Tilnefninguna hljóta vörumerki sem skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Samstarf 29.12.2025 11:18
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Samherji gæti tvöfaldast Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Viðskipti innlent 27.12.2025 12:10
Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. Atvinnulíf 27.12.2025 10:00
Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Velgengnissögur þar sem gervigreindin er nýtt sem tækifæri eru að verða æ meira áberandi. Fyrirtækið Raxiom er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Raxiom þróar og selur Jónsbók; hugbúnaðarkerfi fyrir lögmenn. Atvinnulíf 26.12.2025 07:02
Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans. Neytendur 25.12.2025 23:13
Fær íshellaferð ekki endurgreidda Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst. Neytendur 25.12.2025 20:05
Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega. Neytendur 25.12.2025 13:47
Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur sett bann á innflutning erlendra dróna til landsins. Drónar framleiddir í Kína hafa lengi verið ráðandi á bandarískum markaði. Viðskipti erlent 24.12.2025 12:30
Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bíósætin í Sambíónum Álfabakka í Reykjavík hafa verið auglýst til sölu. Fram kemur í auglýsingu að sætin séu hönnuð fyrir kvikmyndahús, ráðstefnurými eða heimabíó. Viðskipti innlent 23.12.2025 23:55
Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024. Viðskipti innlent 23.12.2025 15:32
Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð. Neytendur 23.12.2025 13:45
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23.12.2025 13:10