Innlent

Fimm­tán vagnar í tjóni í glerhálku í gær

Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 

Innlent

Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna

Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga.

Innlent

Þreifandi bylur og ekkert skyggni

Þreifandi bylur og ekkert skyggni er á suðvesturhorninu, meðal annars höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Lögregla segir lítið ferðaveður, um sé að ræða stórhættuleg veðurskilyrði. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Suðurlandi. 

Innlent

Ó­trú­leg at­burða­rás fyrir þrjá­tíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott

Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna.

Innlent

Pepparar Guð­laugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna

Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Innlent

Svart­nættið er ekki hér allt um kring

Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða.

Innlent

Fjórir á sjúkra­húsi eftir á­rekstra

Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Innlent

Brutu jafn­réttis­lög við ráðningu konu

Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land hefur risið hraðar í Svartsengi síðustu daga en fyrir eldgosið við Grindavík fjórtánda janúar. Veðurstofan telur að svipuð kvikusöfnun og fyrir gos muni nást innan nokkurra daga. Hættumat fyrir svæðið var þó fært niður um eitt stig síðdegis í dag.

Innlent

Erfið aksturs­skil­yrði og mikið um ó­höpp

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 

Innlent

Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnars­hólma

Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 

Innlent

Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leik­fanga­byssur

Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum.

Innlent

Spyr hvort ráð­herrar hafi vís­vitandi viljað spilla kjara­við­ræðum

Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna.

Innlent

Enginn þurfi á á­tökum og ó­friði að halda

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 

Innlent

Bjarni felur Brynjari að leiða að­gerðir gegn gullhúðun

Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum.

Innlent