Innlent

Bein út­sending: Uggandi yfir breytingum á Heið­mörk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íbúar á suðvesturhorninu nýta Heiðmörk til útivistar en þar er einnig vatnsból höfuðborgarsvæðisins.
Íbúar á suðvesturhorninu nýta Heiðmörk til útivistar en þar er einnig vatnsból höfuðborgarsvæðisins.

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni.

„Líkt og fram hefur komið, stefna Veitur að því að loka grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir meginhluta Heiðmerkur. Sterk rök eru fyrir því að aðrar leiðir séu betri til að tryggja vatnsvernd til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Skógræktarfélag Reykjavíkur telur mikilvægt fyrir lýðheilsu og almannahag að Heiðmörk verði áfram aðgengileg. Þurfi fólk að ganga í 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið, sé í raun verið að loka Heiðmörk fyrir þorra notenda.“

Fram kemur að Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið boðin þátttaka í málþinginu en afþakkað.

Streymi má sjá í spilaranum og dagskrána þar fyrir neðan.

</

Erindi

  1. Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. „Heiðmörk: Fortíð, nútíð og framtíð“
  2. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, HÍ. „Virði Heiðmerkur“
  3. Árni Hjartarson jarðfræðingur, ISOR. „Grunnvatnsauðlindin“
  4. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu, Embætti landlæknis. „Áhrif umhverfis á lýðheilsu“
  5. Reynir Sævarsson byggingarverkfræðingur, EFLA. „Sambýli innviða í Heiðmörk til framtíðar“

Pallborð

  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar
  • Baltasar Kormákur, kvikmyndagerðarmaður
  • Páll Ásgeir Ásgeirsson, fulltrúi Ferðafélags Íslands, eins af landnemahópum í Heiðmörk
  • Sigurbjörn R. Björnsson, forstöðumaður Virknimiðstöðvar Reykjavíkur
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt í nám- og kennslufræði með áherslu á útimenntun, HÍ

Fundarstjóri: Björn Thors




Fleiri fréttir

Sjá meira


×