Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 15:52 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, og lögmaður hans hafa óskað allra gagna tengdra auglýsingu embættisins. Sýn Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu. Fyrir bréfinu er skrifaður Arnar Þór Stefánssonar, lögmaður hjá Lex, en Ársæll hefur falið honum að gæta hagsmuna hans. Í bréfinu kemur fram að Ársæll andæfi ákvörðuninni og vinnubrögðum henni tengdum harðlega. Furðu er lýst á því að ráðherra hafi ekki sjálfur verið viðstddur fundinn þar sem Ársæli var tilkynnt um að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Á nefndum fundi hafi engar aðrar skýringar verði gefnar fyrir ákvörðuninni en þær að ráðherrann mætti þetta lögum samkvæmt. Eftir á hafi sú skýring verið gefin að ákvörðunina mætti rekja til breytinga á framhaldsskólakerfinu og svæðiskrifstofum og óvissu þeim tengdum. Lögmaðurinn gefur ekki fyrir fyrir þessar skýringar enda hafi aðrir skólameistarar ekki þurft að sæta ákvörðun sem þessari. „Fullkomin valdníðsla“ Í bréfinu eru þær skýringar raktar sem lögmaðurinn og umbjóðandi hans, Ársæll Guðmundsson, telja þær rökréttustu. Fyrst eru tekin fram átök Ársæls og Ingu Sæland félagsmálaráðherra varðandi skómálsins svonefnda og gagnrýni hans á áform ráðherra um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. „Leggja verður til grundvallar, þar til annað kemur í ljós, að þetta séu í reynd ástæður þess að ráðherra tekur áðurnefnda ákvörðun nú. Þarf ekki að fjölyrða um að stjórnsýsla þessi, ef rétt reynist, fer gróflega gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins um réttmæti, meðalhóf og jafnræði. Í reynd fullkomin valdníðsla,“ segir lögmaðurinn í bréfi sínu. Óskar allra gagna og samskipta Með vísan til þessa óskar lögmaðurinn ítarlegra skýringa á ákvörðuninni. Auk þess sem öll gögn er lágu ákvörðuninni til grundvallar verði afhent, sem og afrit af fundargerð af fund þeim sem ákvörðunin var tilkynnt á. Einnig er óskað allra samskipta menntamálaráðherra við Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra og aðra ráðherra í tengslum við og í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Ársæll áskilur sér allan rétt, verði ákvörðunin ekki afturkölluð, þar á meðal að höfða mál til ógildingar hennar og/eða fjártjóns- og miskabætur vegna hennar. Lögmaðurinn tekur sérstaklega fram að hann áskilji sér rétt til að leggja fram beiðni um að leidd verði vitni fyrir dóm, þar á meðal ráðherrar, að viðlagðri refsiábyrgð um rangan framburð. Þetta yrði gert til að freista þess að komast að raun um hver í reynd voru atvik að baki þessari ákvörðun. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrir bréfinu er skrifaður Arnar Þór Stefánssonar, lögmaður hjá Lex, en Ársæll hefur falið honum að gæta hagsmuna hans. Í bréfinu kemur fram að Ársæll andæfi ákvörðuninni og vinnubrögðum henni tengdum harðlega. Furðu er lýst á því að ráðherra hafi ekki sjálfur verið viðstddur fundinn þar sem Ársæli var tilkynnt um að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Á nefndum fundi hafi engar aðrar skýringar verði gefnar fyrir ákvörðuninni en þær að ráðherrann mætti þetta lögum samkvæmt. Eftir á hafi sú skýring verið gefin að ákvörðunina mætti rekja til breytinga á framhaldsskólakerfinu og svæðiskrifstofum og óvissu þeim tengdum. Lögmaðurinn gefur ekki fyrir fyrir þessar skýringar enda hafi aðrir skólameistarar ekki þurft að sæta ákvörðun sem þessari. „Fullkomin valdníðsla“ Í bréfinu eru þær skýringar raktar sem lögmaðurinn og umbjóðandi hans, Ársæll Guðmundsson, telja þær rökréttustu. Fyrst eru tekin fram átök Ársæls og Ingu Sæland félagsmálaráðherra varðandi skómálsins svonefnda og gagnrýni hans á áform ráðherra um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. „Leggja verður til grundvallar, þar til annað kemur í ljós, að þetta séu í reynd ástæður þess að ráðherra tekur áðurnefnda ákvörðun nú. Þarf ekki að fjölyrða um að stjórnsýsla þessi, ef rétt reynist, fer gróflega gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins um réttmæti, meðalhóf og jafnræði. Í reynd fullkomin valdníðsla,“ segir lögmaðurinn í bréfi sínu. Óskar allra gagna og samskipta Með vísan til þessa óskar lögmaðurinn ítarlegra skýringa á ákvörðuninni. Auk þess sem öll gögn er lágu ákvörðuninni til grundvallar verði afhent, sem og afrit af fundargerð af fund þeim sem ákvörðunin var tilkynnt á. Einnig er óskað allra samskipta menntamálaráðherra við Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra og aðra ráðherra í tengslum við og í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Ársæll áskilur sér allan rétt, verði ákvörðunin ekki afturkölluð, þar á meðal að höfða mál til ógildingar hennar og/eða fjártjóns- og miskabætur vegna hennar. Lögmaðurinn tekur sérstaklega fram að hann áskilji sér rétt til að leggja fram beiðni um að leidd verði vitni fyrir dóm, þar á meðal ráðherrar, að viðlagðri refsiábyrgð um rangan framburð. Þetta yrði gert til að freista þess að komast að raun um hver í reynd voru atvik að baki þessari ákvörðun.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira