Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu í morgun. NATO Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. „Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Sjá meira
„Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Sjá meira
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28