Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 15:00 Frá aðalfundi Sósíalistaflokksins laugardaginn 24. maí. Sósíalistaflokkurinn Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. Sósíalistaflokkurinn birti í dag formleg úrslit kosninga og atkvæðagreiðslna sem fóru fram á hitafundi flokksins um helgina. Þar tókust á tvær fylkingar, önnur tengd ungliðahreyfingu flokksins en hin Gunnari Smára Egilssyni, formanns framkvæmdastjórnar flokksins frá upphafi. Gunnar Smári náði ekki kjöri og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sagði sig frá trúnaðarstörfum eftir fundinn þrátt fyrir að hafa verið sögð kjörin pólitískur leiðtogi hans þar. Engar upplýsingar koma fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins um kjör pólitísks leiðtoga á fundinum. Fyrir fundinn dreifði hópur sem var ósáttur við stjórnarhætti í flokknum undir forystu Gunnars Smára leiðbeiningum til stuðningsmanna sinna um hvernig þeir ættu að kjósa í stjórnir og um tillögur að lagabreytingum. Skjáskot af leiðbeiningum sem voru gefnar út um hvernig ætti að kjósa til stjórna og um tillögur á aðalfundi Sósíalistaflokksins.Aðsend Úrslitin í kosningum til framkvæmdastjórnar, málefnastjórnar og kosningastjórnar á aðalfundinum voru nær samhljóða þeim leiðbeiningum sem hópurinn gaf út. Allir frambjóðendur hópsins náðu kjöri og í þeirri röð sem þeim var raðað í leiðbeiningunum nema í kosningastjórn þar sem röðin riðlaðist aðeins. Allir frambjóðendur hópsins til varasæta komust einnig að. Alls tóku 382 af 2.448 félögum sem voru með kosningarétt þátt í aðalfundinum. Það gerir 15,6 prósent atkvæðabærra sósíalista. Tillögum stjórna hafnað Þá hafnaði fundurinn þeim lagabreytingatillögum og tillögum að ályktunum sem þáverandi stjórnir flokksins lögðu til. Tillaga frá þá sitjandi kosningastjórn um störf hennar var felld og sömuleiðis tillaga framkvæmdastjórnar um að vekja upp svonefnda baráttustjórn til þess að finna út hvernig Sósíalistaflokkurinn gæti best stutt við bakið á myndun, uppbyggingu og endurreisn hagsmunahópa almennings. Hins vegar var lagabreytingatillga sem félagsmenn á Norðurlandi eystra lögðu fram um svæðisfélög og tillaga ungliðahreyfingarinnar Roða um trúnaðarráð flokksins samþykktar líkt og lagt var upp með í leiðbeiningunum sem voru gefnar út fyrir aðalfundinn. Í leiðbeiningunum sem voru gefnar út var fólki sagt að kjósa eftir eigin sannfæringu um ályktanir sem voru lagðar fyrir fundinn. Þrjár ályktanir af fimm sem voru háðar samþykkt tillögu kosningarstjórnar um breytingu á lögum flokksins og voru því ekki teknar til atkvæða eftir að hún var felld. Fundurinn samþykkti hins vegar ályktun um blandaða leið fyrir framboðslista en hafnaði ályktun um úthlutun ríkisstyrks til flokksins. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn birti í dag formleg úrslit kosninga og atkvæðagreiðslna sem fóru fram á hitafundi flokksins um helgina. Þar tókust á tvær fylkingar, önnur tengd ungliðahreyfingu flokksins en hin Gunnari Smára Egilssyni, formanns framkvæmdastjórnar flokksins frá upphafi. Gunnar Smári náði ekki kjöri og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sagði sig frá trúnaðarstörfum eftir fundinn þrátt fyrir að hafa verið sögð kjörin pólitískur leiðtogi hans þar. Engar upplýsingar koma fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins um kjör pólitísks leiðtoga á fundinum. Fyrir fundinn dreifði hópur sem var ósáttur við stjórnarhætti í flokknum undir forystu Gunnars Smára leiðbeiningum til stuðningsmanna sinna um hvernig þeir ættu að kjósa í stjórnir og um tillögur að lagabreytingum. Skjáskot af leiðbeiningum sem voru gefnar út um hvernig ætti að kjósa til stjórna og um tillögur á aðalfundi Sósíalistaflokksins.Aðsend Úrslitin í kosningum til framkvæmdastjórnar, málefnastjórnar og kosningastjórnar á aðalfundinum voru nær samhljóða þeim leiðbeiningum sem hópurinn gaf út. Allir frambjóðendur hópsins náðu kjöri og í þeirri röð sem þeim var raðað í leiðbeiningunum nema í kosningastjórn þar sem röðin riðlaðist aðeins. Allir frambjóðendur hópsins til varasæta komust einnig að. Alls tóku 382 af 2.448 félögum sem voru með kosningarétt þátt í aðalfundinum. Það gerir 15,6 prósent atkvæðabærra sósíalista. Tillögum stjórna hafnað Þá hafnaði fundurinn þeim lagabreytingatillögum og tillögum að ályktunum sem þáverandi stjórnir flokksins lögðu til. Tillaga frá þá sitjandi kosningastjórn um störf hennar var felld og sömuleiðis tillaga framkvæmdastjórnar um að vekja upp svonefnda baráttustjórn til þess að finna út hvernig Sósíalistaflokkurinn gæti best stutt við bakið á myndun, uppbyggingu og endurreisn hagsmunahópa almennings. Hins vegar var lagabreytingatillga sem félagsmenn á Norðurlandi eystra lögðu fram um svæðisfélög og tillaga ungliðahreyfingarinnar Roða um trúnaðarráð flokksins samþykktar líkt og lagt var upp með í leiðbeiningunum sem voru gefnar út fyrir aðalfundinn. Í leiðbeiningunum sem voru gefnar út var fólki sagt að kjósa eftir eigin sannfæringu um ályktanir sem voru lagðar fyrir fundinn. Þrjár ályktanir af fimm sem voru háðar samþykkt tillögu kosningarstjórnar um breytingu á lögum flokksins og voru því ekki teknar til atkvæða eftir að hún var felld. Fundurinn samþykkti hins vegar ályktun um blandaða leið fyrir framboðslista en hafnaði ályktun um úthlutun ríkisstyrks til flokksins.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17