Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 23:03 Átta ára dóttir Baraböru Drafnar Fischer varð fyrir jeppa en komst lífs af þökk sé hjálmsins. Samsett/Getty „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“ Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“
Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent