Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 11:15 Margrét Þóra Sæmunsdóttir skipulagsfræðingur rannsakaði ástæður fólks fyrir því að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Vísir/Bylgjan/Vilhelm Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“ Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“
Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira