Enski boltinn

Ótrúlegt gengi Liverpool á enda

Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld.

Enski boltinn

„Þeir gerðu það sem þeir vildu“

Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum.

Enski boltinn

Alonso bjargaði stigi fyrir Chelsea | Jóhann Berg frá vegna meiðsla

Marcos Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, reyndist hetja liðsins er liðið náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann West Ham United 3-1 sigur á Southampton á meðan Newcastle United og Burnley gerðu markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki í dag en hann er frá vegna meiðsla.

Enski boltinn

Laporte frá í mánuð

Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni.

Enski boltinn