City með mikilvægan sigur á Arsenal 17. október 2020 18:20 Raheem Sterling fagnar sigurmarki sínu í leiknum. getty/ Martin Rickett Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Eina mark leiksins skoraði Raheem Sterling á 23. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Phil Foden sem Bernd Leno varði. City stjórnaði leiknum og var meira með boltann en Arsenal fékk þó nóg af marktækifærum til að skora. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir City eftir hæga byrjun á tímabilinu en liðið hafði ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Man City er nú í 10. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki á meðan Arsenal er í 5. sæti með níu stig eftir fimm leiki. Enski boltinn
Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Eina mark leiksins skoraði Raheem Sterling á 23. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Phil Foden sem Bernd Leno varði. City stjórnaði leiknum og var meira með boltann en Arsenal fékk þó nóg af marktækifærum til að skora. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir City eftir hæga byrjun á tímabilinu en liðið hafði ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Man City er nú í 10. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki á meðan Arsenal er í 5. sæti með níu stig eftir fimm leiki.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti