Southampton jafnaði í uppbótartíma á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 15:55 Annað mark Southampton í dag var í skrautlegri kantinum. Ben Stansall/Getty Images Chelsea heldur áfram að leka mörkum og gerði liðið 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton jafnaði metin í uppbótartíma leiksins. Timo Werner gerði fyrstu tvö mörk leiksins. Það fyrra einkar glæsilegt þar sem hann nýtti hraða sinn til hins ítrasta ásamt því að Werner sýndi hversu klókur hann er. Það mark var á 15. mínútu og þegar rétt rúmur hálftími var liðinn hafði Werner tvöfaldað forystu Chelsea. Voru þetta fyrstu mörk Werner fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Danny Ings minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 2-1 í hálfleik. Svo virðist sem ræða Ralph Hasenhüttl – þjálfara Southampton – hafi haft tilætluð áhrif en Che Adams jafnaði metin fyrir gestina á 57. mínútu. Markið var einkar klaufalegt af hálfu Chelsea og má setja spurningamerki við Kepa Arrizabalaga í markinu. Spánverjinn fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu þar sem Edouard Mendy – nýr markvörður liðsins – meiddist í landsleik á dögunum. Staðan því 2-2 en Adams var þó ekki lengi í paradís og aðeins tveimur mínútum síðar lagði Werner upp sigurmark Chelsea. Hann fann þá landa sinn Kai Havertz sem skoraði af öryggi og staðan orðin 3-2. Það var komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar Southampton fékk aukaspyrnu. Spyrnan var skölluð frá, Theo Walcott tók skot í fyrsta sem Jannik Vestergaard henti sér á og skallaði í netið. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Chelsea er því í 6. sæti deildarinnar sem stendur með átta stig eftir fimm leiki. Southampton er á sama tíma í 10. sæti. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30
Chelsea heldur áfram að leka mörkum og gerði liðið 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton jafnaði metin í uppbótartíma leiksins. Timo Werner gerði fyrstu tvö mörk leiksins. Það fyrra einkar glæsilegt þar sem hann nýtti hraða sinn til hins ítrasta ásamt því að Werner sýndi hversu klókur hann er. Það mark var á 15. mínútu og þegar rétt rúmur hálftími var liðinn hafði Werner tvöfaldað forystu Chelsea. Voru þetta fyrstu mörk Werner fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Danny Ings minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 2-1 í hálfleik. Svo virðist sem ræða Ralph Hasenhüttl – þjálfara Southampton – hafi haft tilætluð áhrif en Che Adams jafnaði metin fyrir gestina á 57. mínútu. Markið var einkar klaufalegt af hálfu Chelsea og má setja spurningamerki við Kepa Arrizabalaga í markinu. Spánverjinn fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu þar sem Edouard Mendy – nýr markvörður liðsins – meiddist í landsleik á dögunum. Staðan því 2-2 en Adams var þó ekki lengi í paradís og aðeins tveimur mínútum síðar lagði Werner upp sigurmark Chelsea. Hann fann þá landa sinn Kai Havertz sem skoraði af öryggi og staðan orðin 3-2. Það var komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar Southampton fékk aukaspyrnu. Spyrnan var skölluð frá, Theo Walcott tók skot í fyrsta sem Jannik Vestergaard henti sér á og skallaði í netið. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Chelsea er því í 6. sæti deildarinnar sem stendur með átta stig eftir fimm leiki. Southampton er á sama tíma í 10. sæti.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti