Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 11:01 Thomas Grönnemark segir leikmönnum Liverpool til á æfingu. Getty/Nick Taylor Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira