Markalaust í baráttunni um brúna Það var mikil stemning í Malmö í kvöld er heimamenn tóku á móti FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Menn voru þó ekki á markaskónum og leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Fótbolti 5.8.2025 18:51
Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Sænska liðið Malmö tekur í kvöld á móti nágrönnum sínum FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það er mikill hiti í stuðningsmönnum beggja félaga fyrir þessa tvo mikilvægu leiki. Fótbolti 5.8.2025 06:45
„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Fótbolti 4.8.2025 23:01
Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti 30.7.2025 17:47
Barcelona biður UEFA um leyfi Barcelona gengur frekar illa að binda lokahöndina á endurbæturnar á Nývangi og nú er orðið ljóst að ekki tekst að klára leikvanginn fyrir nýtt tímabil. Fótbolti 25. júlí 2025 20:30
Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Brann steinlá á heimavelli í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og eftir 4-1 tap á móti Salzburg er ólíklegt að sjá liðið komast lengra í keppninni í ár. Fótbolti 23. júlí 2025 20:01
Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug. Fótbolti 23. júlí 2025 08:47
Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar. Fótbolti 22. júlí 2025 20:30
Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Góðvinirnir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í efstu deild Noregs, munu starfa saman á nýjan leik. Fótbolti 22. júlí 2025 17:30
„Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim. Fótbolti 22. júlí 2025 12:16
Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Íslensku liðin stóðu sig frábærlega í fyrstu umferð undankeppni Evrópukeppnanna tveggja og fóru öll þrjú mjög sannfærandi áfram. Fótbolti 18. júlí 2025 10:31
Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli. Fótbolti 16. júlí 2025 12:07
„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það. Fótbolti 15. júlí 2025 21:33
Sænsku meistararnir örugglega áfram Íslendingaliðið Malmö komst nokkuð örugglega áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lagði Iberia frá Georgíu 3-1 og 6-2 samanlagt. Fótbolti 15. júlí 2025 18:57
Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Þjálfari liðsins, Halldór Árnason, hafði fyrir leik fullyrt að Blikar skoruðu alltaf á heimavelli en sú spá reyndist sönn. Fótbolti 15. júlí 2025 18:17
„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Fótbolti 15. júlí 2025 12:33
Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Fótbolti 15. júlí 2025 09:31
Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Fjórir portúgalskir knattspyrnumenn eiga möguleika á því að verða sjöfaldir meistarar á árinu 2025 eftir magnaða framgöngu með bæði félagsliði og landsliði. Fótbolti 10. júlí 2025 15:16
Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Breiðablik tapaði 1-0 á móti albanska liðinu Egnatia í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Albaníu og Blikar þurfa því að vinna upp eins marks forskot í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Fótbolti 8. júlí 2025 21:00
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 13:01
Blikarnir í beinni frá Albaníu Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og leikur liðsins verður í beinni á Sýn Sport. Fótbolti 7. júlí 2025 14:31
Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í dag í pottinum annan daginn í röð í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti 18. júní 2025 10:15
Blikar lentu á móti albönsku meisturunum Dregið var í hádeginu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum. Fótbolti 17. júní 2025 12:17
Ribery hló að Ronaldo á samfélagsmiðlum Cristiano Ronaldo hefur verið duglegur að tala niður og gera lítið úr verðlaunaafhendingu Gullknattarins, Ballon d’Or, eftir að hann hætti að blanda sér í baráttuna. Fótbolti 8. júní 2025 17:02
Földu sig inn á klósetti í 27 klukkutíma og sáu úrslitaleikinn fritt Tvær belgískar Tik Tok stjörnur virðast hafa komist upp með að að fá úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta án þess að borga krónu fyrir. Fótbolti 5. júní 2025 22:30