Ævintýraleg endurkoma West Ham í Lundúnaslag 18. október 2020 17:30 Lanzini fagnar glæsimarki sínu í leikslok. getty/Matt Dunham Leikur Tottenham Hotspur og West Ham United endaði á ótrúlegan hátt þegar Hamrarnir komu til baka og sóttu stig eftir að hafa verið 3-0 undir þegar minna en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Heung-Min Son kom Tottenham yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Harry Kane. Sjö mínútum síðar skoraði Kane sjálfur, að sjálfsögðu eftir stoðsendingu frá Son. Markavélin Kane var síðan aftur á ferðinni á 16. mínútu þegar hann kom Tottenham í 3-0 og virtist leikurinn þar með unninn fyrir Tottenham. Staðan í hálfleik var 3-0 og var það þar til á 82. mínútu þegar Fabian Balbuena minnkaði muninn fyrir Hamrana með skalla eftir aukaspyrnu frá Aaron Cresswell. Þremur mínútum síðar varð Davinson Sanchez fyrir því óláni að skora skrautlegt sjálfsmark og leikurinn þar með orðinn galopinn. Gareth Bale sem kom inn á í seinni hálfleik og lék sinn fyrsta leik í Tottenham-treyjunni í átta ár komst nálægt því að skora og tryggja sigur Tottenham en skot hans fór rétt framhjá markinu. Allt leit út fyrir að Tottenham væri að fara að halda þetta út en Manuel Lanzini skoraði stórkostlegt mark fyrir West Ham úr síðustu spyrnu leiksins, þegar hann lét vaða fyrir utan teig og boltinn hafði viðkomu í bæði stöng og slá áður en hann fór inn. Þar með náði West Ham að bjarga stigi með ótrúlegri endurkomu en þetta verður að teljast gríðarlegt áfall fyrir Tottenham. Tottenham er sem stendur í 6. sæti með átta stig en West Ham í 8. sæti með sjö stig. Enski boltinn
Leikur Tottenham Hotspur og West Ham United endaði á ótrúlegan hátt þegar Hamrarnir komu til baka og sóttu stig eftir að hafa verið 3-0 undir þegar minna en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Heung-Min Son kom Tottenham yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Harry Kane. Sjö mínútum síðar skoraði Kane sjálfur, að sjálfsögðu eftir stoðsendingu frá Son. Markavélin Kane var síðan aftur á ferðinni á 16. mínútu þegar hann kom Tottenham í 3-0 og virtist leikurinn þar með unninn fyrir Tottenham. Staðan í hálfleik var 3-0 og var það þar til á 82. mínútu þegar Fabian Balbuena minnkaði muninn fyrir Hamrana með skalla eftir aukaspyrnu frá Aaron Cresswell. Þremur mínútum síðar varð Davinson Sanchez fyrir því óláni að skora skrautlegt sjálfsmark og leikurinn þar með orðinn galopinn. Gareth Bale sem kom inn á í seinni hálfleik og lék sinn fyrsta leik í Tottenham-treyjunni í átta ár komst nálægt því að skora og tryggja sigur Tottenham en skot hans fór rétt framhjá markinu. Allt leit út fyrir að Tottenham væri að fara að halda þetta út en Manuel Lanzini skoraði stórkostlegt mark fyrir West Ham úr síðustu spyrnu leiksins, þegar hann lét vaða fyrir utan teig og boltinn hafði viðkomu í bæði stöng og slá áður en hann fór inn. Þar með náði West Ham að bjarga stigi með ótrúlegri endurkomu en þetta verður að teljast gríðarlegt áfall fyrir Tottenham. Tottenham er sem stendur í 6. sæti með átta stig en West Ham í 8. sæti með sjö stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti