
Grikkland

Fimm handteknir vegna brunans í Moria
Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fimm flóttamenn sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í því að kveikja í flóttamannabúðunum Moria á eynni Lesbos.

Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon
Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút.

Lögreglan á Lesbos beitir farendur táragasi
Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag.

Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni.

UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi
Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands

Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola
Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði.

Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos
Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt.

Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“
Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna.

Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni.

Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki.

Aldrei spurning eftir að Olympiacos kom inn í myndina
Ögmundur Kristinsson segist spenntur fyrir að spila fyrir Grikklandsmeistara Olympiacos. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við svona stórt félag.

Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína
Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.

Vél Ryanair þurfti að nauðlenda á Grikklandi
Flugvél Ryanair sem var á leiðinni frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki í kvöld með 164 manns um borð.

MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum.

ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð.

Grikkland opnar landamærin
Grikkland hefur opnað landamæri sín á ný en aðeins er alþjóðlegum flugum heimilt að lenda á flugvellinum í Aþenu. Farþegar verða skimaðir við komu og er þeim skylt að gista í eina nótt á sérstöku hóteli.

Ítalir sætta sig ekki við útskúfun vegna Covid-19
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar.

Slakað á takmörkunum í Evrópu
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram.

Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi
New York Times birti umfjöllun um að grísk stjórnvöld rækju leynifangelsi þar sem flóttafólki fengi hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram hælisumsókn. Talsmaður grískra stjórnvalda hafnar því alfarið.

Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi
Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann.

Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku
Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku.

Formaður Svíþjóðardemókrata handtekinn og vísað frá Tyrklandi
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, var handtekinn fyrir að dreifa áróðri sem beindist að sýrlenskum flóttamönnum á landamærum Tyrklands og Grikklands. Honum var jafnframt vísað úr landi.

Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands
Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir.

Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál
Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum
Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands.

Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja
Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins.

Beitti táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælendum á Lesbos
Fólkið er ósátt fyrir fyrirætlanir grískra stjórnvalda um að reisa nýjar búðir fyrir flóttamenn á eyjunni.

Grikkir ætla að reisa tálma undan ströndum Lesbos til að stöðva flóttafólk
Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja.

Verður fyrsta konan til að gegna embætti Grikklandsforseta
Ekaterini Sakellaropoulou verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Grikklands.