Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 12:29 Flugvél breska flugfélagsins TUI. Myndin er úr safni. Vísir/getty Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira