MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 12:20 MS mun hætta að nota heitið „feta“ um vörur sínar. STÖÐ 2 Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga. Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga.
Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13