Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2020 18:08 Ferðalag Stanleys Johnson, föður Boris forsætisráðherra, hófst þegar bresk stjórnvöld beindu því til Breta að þeir forðuðust óþarfa ferðalög. Vísir/EPA Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Johnson lagði upp í ferðalagið þrátt fyrir að stjórnvöld bæðu Breta um að forðast óþarfa ferðalög út fyrir landsteinana. Ferðalagið hefur vakið umræður á Bretlandi. Grísk yfirvöld staðfestu að Johnson hefði komið þangað, líklega frá Búlgaríu, á fimmtudag. Johnson á sumarhús í Pelion-héraði í Norður-Grikklandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Boris Johnson, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um ákvörðun föður síns og sagði fréttamönnum að þeir yrðu að spyrja hann út í það í gær. „Ég veit ekki um viðbrögð bresks almennings. Ég kom hingað til að hafa næði til að skipuleggja húsið,“ sagði Johnson við gríska fréttamenn. Hann ætlaði að útbúa húsið þannig að öruggt væri að leigja það út í faraldrinum. „Ég hef bara eina viku til að skipuleggja allt. Ég er með fullt af leiðbeiningum um hvernig á að gera staðinn Covid-heldan,“ sagði Johnson sem ætlar að snúa aftur til Bretlands á föstudag. Instagram-myndum sem hann birti á leið sinni til Grikklands hafi ekki verið ætlað að vera ögrun við tilmæli breskra stjórnvalda. Eftir að Johnson hélt til Grikklands gáfu bresk stjórnvöld út undanþágur frá tilmælum um að fólk forðaðist óþarfa ferðalög sem tóku gildi í dag. Grikkland er á meðal þeirra landa sem eru nú undanþegin tilmælunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Grikkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Johnson lagði upp í ferðalagið þrátt fyrir að stjórnvöld bæðu Breta um að forðast óþarfa ferðalög út fyrir landsteinana. Ferðalagið hefur vakið umræður á Bretlandi. Grísk yfirvöld staðfestu að Johnson hefði komið þangað, líklega frá Búlgaríu, á fimmtudag. Johnson á sumarhús í Pelion-héraði í Norður-Grikklandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Boris Johnson, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um ákvörðun föður síns og sagði fréttamönnum að þeir yrðu að spyrja hann út í það í gær. „Ég veit ekki um viðbrögð bresks almennings. Ég kom hingað til að hafa næði til að skipuleggja húsið,“ sagði Johnson við gríska fréttamenn. Hann ætlaði að útbúa húsið þannig að öruggt væri að leigja það út í faraldrinum. „Ég hef bara eina viku til að skipuleggja allt. Ég er með fullt af leiðbeiningum um hvernig á að gera staðinn Covid-heldan,“ sagði Johnson sem ætlar að snúa aftur til Bretlands á föstudag. Instagram-myndum sem hann birti á leið sinni til Grikklands hafi ekki verið ætlað að vera ögrun við tilmæli breskra stjórnvalda. Eftir að Johnson hélt til Grikklands gáfu bresk stjórnvöld út undanþágur frá tilmælum um að fólk forðaðist óþarfa ferðalög sem tóku gildi í dag. Grikkland er á meðal þeirra landa sem eru nú undanþegin tilmælunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Grikkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira