
Fimleikar

„Varð miklu meira kúl að vera í fimleikum“
Í fyrsta sinn í áratug sendir Ísland karlalið í fullorðinsflokki til leiks á Evrópumótinu í hópfimleikum. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, einn af aðalmönnunum í íslenska liðinu, segir það til marks um vöxtinn í karlafimleikum á Íslandi.

„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“
Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti.

„Markmiðið er að taka gullið með heim“
Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum.

Allir komnir heilu og höldnu til Portúgals eftir maraþonferðalag
Allur hópur íslenska fimleikasambandsins er kominn til Guimares þar sem Evrópumótið í hópfimleikum hefst á morgun.

Landsliðskona setti saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins til Wales
Ísland átti góða fulltrúa á Norður Evrópumótinu í fimleikum sem var haldið um helgina í Cardiff í Wales um helgina. Nú er hægt að fá góða innsýn í ferðalagið til Bretlands.

Margrét Lea og Jónas Ingi á verðlaunapall í Wales
Um helgina fór fram Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum. Landsliðin okkar höfnuðu í 5. sæti mótsins en Margrét Lea Kristinsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi í silfur á meðan Jónas Ingi Þórisson nældi í brons.

Ólympíumeistarinn í fimleikum varð fyrir áras á götu í LA
Suni Lee varð Ólympíumeistari í fimleikum í Tókýó í sumar en hún hefur nú sagt frá ömurlegri upplifun sem hún varð fyrir í síðasta mánuði.

Ekki skemmtileg „heimkoma“ fyrir íslensk-hollensku fimleikastjörnuna
Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir fékk ekki góðar fréttir þegar hún lenti á Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins í dágóðan tíma.

FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir
Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu.

Simone Biles: Ég átti að hætta fyrir Ólympíuleikana
Fimleikakonan Simone Biles hefur viðurkennt að það hafi verið mistök hjá sér að mæta til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó.

Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild
Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins.

Biles ber vitni vegna rannsóknar FBI á kynferðisbrotum Nassars
Fjórar bandarískar fimleikastjörnur munu bera vitni fyrir nefnd á vegum bandaríska þingsins á morgun vegna rannsóknar FBI á kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins.

Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum
Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016.

Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.

Biles verður með á morgun
Fimleikastjarnan Simone Biles mun taka þátt í úrslitum í keppni á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Biles keppir ekki í gólfæfingum - Ein grein eftir
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki taka þátt í keppni í gólfæfingum á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Biles dregur sig úr keppni morgundagsins
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur dregið sig úr keppni í stökki og á tvíslá á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Sjáðu viðbrögð fjölskyldu Sunisu Lee þegar hún vann Ólympíugullið
Sunisa Lee er nýr Ólympíumeistari í fjölþraut kvenna í fimleikum eftir frábæra frammistöðu í dag. Hún hélt uppi heiðri Bandaríkjamanna í fjarveru Simone Biles.

Sunisa Lee hélt sigurgöngu Bandaríkjanna í fjölþrautinni áfram
Hin átján ára Sunisa Lee frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana
Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“
Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði.

Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi
Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó.

Aly Raisman stolt af Simone Biles: Það þurfti hugrekki til að hætta keppni
Það hafa miklu fleiri hrósað fimleikakonunni Simone Biles en hafa gagnrýnt hana eftir óvænta atburði gærdagsins.

Hætt við að keppa: Biles mun ekki verja Ólympíutitil sinn í fjölþrautinni
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki keppa í úrslitum fjölþrautarinnar á morgun á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Vill ekki staðfesta hvort hún taki frekari þátt á ÓL
Fimleikastjarnan Simone Biles segir andlegt álag hafa valdið því að hún dró sig úr keppni er liðakeppni fór fram á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin hlutu silfur án Biles en Rússland fagnaði sigri.

Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár
Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Biles dró sig úr leik í liðakeppninni
Simone Biles hefur lokið í leik í liðakeppni í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum fimm árum áður en Simone Biles fæddist
Fimleikakonan Oksana Chusovitina kvaddi í gær eftir að hafa lokið keppni á sínum áttundu Ólympíuleikum. Hún ætlar nú að einbeita sér að því að vera eiginkona og mamma.

Biles átti ekki sinn besta dag
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum.

Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó
Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum.