380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 07:43 Fimleikakonurnar McKayla Maroney, Aly Raisman og Simone Biles voru í hópi þeirra sem vitnuðu um brot Larrys Nassar. EPA Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á. Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á.
Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53