380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 07:43 Fimleikakonurnar McKayla Maroney, Aly Raisman og Simone Biles voru í hópi þeirra sem vitnuðu um brot Larrys Nassar. EPA Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á. Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á.
Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“