Efnahagsbrot

Fréttamynd

Dæmi um að fyrir­tæki tapi tugum milljóna í „for­stjóra­svindli“

Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. 

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt

Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru

Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls.

Erlent
Fréttamynd

Hálfs árs dómur yfir skóla­stjóra fyrir um­boðs­svik

Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Lét Sjúkra­tryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjöl­skylduna

Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sindri grunaður um fjár­drátt

Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði fjár­drátt hjá Stangaveiðifélagi Reykja­víkur

Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018.

Innlent
Fréttamynd

Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna

Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur fram­bjóðandi dregur sig í hlé

Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Skuldar þrota­búi föður síns fleiri milljarða

Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Zuism-bræður dæmdir í Lands­rétti

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 

Innlent