Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 18:38 Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið um 400 milljónir frá íslenskum bönkum og langstærstum hluta þess frá Landsbankanum. Vísir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira