Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. september 2025 21:20 Daði Hreinsson er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Vísir/Ívar Fannar Formaður Félags heyrnarlausra harmar að glæpahópar reyni að hafa fé af fólki í nafni félagsins. Raunverulegir sjálfboðaliðar séu ávallt einkennisklæddir og vinni eftir ströngum siðareglum. Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira