
Vestri

Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram
Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur

Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum
Vestri kom til baka gegn HK og vann 2-1 sigur í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Vestra upp úr fallsæti á kostnað HK. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Endum leikinn sem betra liðið“
Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik.

„Mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir“
KR og Vestri gerðu 2-2 jafntefli í fallslag liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla. KR komst tvisvar yfir í dag en Vestri jafnaði og niðurstaðan jafntefli.

Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR
KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin.

Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær
Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Bestu deild karla í gær. Þau má öll sjá í fréttinni.

Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið
Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik.

Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“
Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur.

Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 1-0 | Emil bjargaði Stjörnunni í bragðdaufum leik
Stjörnumenn unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í dag þökk sé vítaspyrnu í lok leiksins. Stjarnan komst upp í fimmta sætið með þessum sigri.

„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum.

Rúnar Páll: Ætluðum ekki að hleypa þessu upp í einhverja vitleysu
Fylkismenn náðu ekki að sækja sigur á Ísafjörð í dag og komast þar með upp fyrir Vestra og upp úr fallsæti.

Uppgjörið: Vestri - Fylkir 0-0 | Fátt um fína drætti í rokinu
Vestri og Fylkir gerðu markalaust jafntefli á Ísafirði í dag. Leikurinn var tilþrifalítill en heimamenn þó mun sterkari án þess að nýta sér það.

Stúkan: Lárus Orri vann milljón en Albert giskaði vitlaust
„Ég er með getraun fyrir ykkur strákar mínir, það er jafnvel milljón í boði“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, við Albert Brynjar Ingason og Lárus Orra Sigurðsson.

Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum
Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi.

„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“
Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni.

Túfa: „Leiðin var erfið“
Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum.

Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út.

Uppgjörið: Valur - Vestri 3-1 | Valsmenn kreistu út sigur gegn tíu Vestfirðingum
Þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins þurftu Valsmenn að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag.

KR-ingar með fæst stig úr innbyrðis leikjum neðstu liðanna
KR hefur tapað á móti Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum sínum og það þýðir að ekkert lið er með slakari árangur í innbyrðis leikjum fallbaráttuliðanna í Bestu deildinni í sumar.

Sjáðu mörkin úr fallslögunum og jafnteflinu fyrir norðan
Fylkir og Vestri unnu mikilvæga sigra í botnbaráttunni í Bestu deild karla um helgina og KA og Stjarnan gerðu jafntefli. Mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá í fréttinni.

„Eftir það fannst mér leikurinn vera nákvæmlega eins og við vildum hafa hann“
„Ótrúlega stoltur af liðinu og fannst strákarnir gefa allt í þetta,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var eðlilega mjög sáttur eftir að hans menn lögðu KR 2-0 í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrr í dag. Um var að ræða fyrsta heimasigur Vestra í deildinni.

Uppgjörið: Vestri - KR 2-0 | Vestri dró Vesturbæinn niður í fallbaráttuna
Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði KR í fyrsta sinn þegar liðið sótti Vestra heim í fyrsta leik 19. umferðar Bestu deildar karla. Það var ekki ferð til fjár en heimamenn unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í dag og eru nú aðeins stigi á eftir KR. Liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar.

Spánverji til Vestra þremur dögum eftir að glugginn lokaði
Þremur dögum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði hefur Vestri bætt við sig leikmanni fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Vestri fær til liðs við sig í glugga sumarsins.

„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“
Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi.

„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“
Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik.

Uppgjörið: Víkingur - Vestri 1-1 | Arnar sá rautt í jafntefli gegn Vestra
Víkingur tók á móti Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Liðin á sitthvorum enda deildarinnar, Víkingur á toppnum en Vestri í 11. sæti og í bullandi fallbaráttu. Vestri þurfti á sigri að halda til að komast uppúr fallsæti en Víkingur sem eru einnig á fullu í Evrópukeppni þessa dagana þurftu á þremur stigum að halda til að halda í toppsætið.

Danskur miðjumaður til Vestra
Vestri, sem er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildar karla, hefur samið við danska miðjumanninn Jeppe Pedersen. Hann samdi við Vestra út næsta tímabil.

Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-0 | Bæði lið fengu frábær færi til þess að tryggja sér sigurinn
Vestri og ÍA gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kerecis-vellinum á Ísafirði í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.

Vestri fær danskan markvörð vegna meiðsla Sveins
Botnlið Bestu deildar karla, Vestri, hefur fengið danskan markvörð til að fylla skarð Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem sleit hásin í fyrradag.

Tarik genginn í raðir Víkings
Danski miðjumaðurinn Tarik Ibrahimagic er genginn í raðir Íslandsmeistara Víkings frá nýliðum Vestra.