Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 18:36 Davíð Smári Lamude og hans menn í Vestra eiga fyrir höndum stærsta leikinn í sögu félagsins. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53