„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:58 Halldór Árnason, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. „Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“ Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
„Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira