Skoðun: Kosningar 2021

Taka verður hröð og stór skref
Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun.

Virðingin fyrir náttúrunni
Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu.

Hver græðir?
Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning.

Meðferð á heimilunum í hruninu og eftirleik þess
Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska.

Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika
Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika.

„Ég trúi á mátt hinna mörgu“
Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða.

Samfylkingin og heimilin
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“

Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021.

Yfir og allt um kring
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega.

Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk?
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu).

Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni?
Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar.

Leyfum fjólunni að blómstra
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi.

Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel.

Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt
Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál.

Almannaeigum er stjórnað úr bakherbegi í Valhöll
Hvað er þetta Kadeco sem hefur selt ýmsum óligörkum allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, sem þeir hafa síðan braskað með og stórefnast af?

Langtímalausnir við skammtímavandamáli?
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi.

Jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins
Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð.

Þetta gæti verið einfalt
Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki.

Frelsið fyrst
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi.

Þegar kjarkinn til breytinga skortir
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist.

Ríkur maður borgar skatt!
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum.

Þingið gerði mistök
Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau.

Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.

Duttlungar fasismans
Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum.

Hver er réttur hælisleitenda?
Spurningunni í fyrirsögn var nýlega varpað fram af ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Mette Fredriksen.

Heilbrigðiskerfið: rekstur og gildismat
Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Afnæming þjóðarinnar
Afnæming (e. desensitisation) gerist þegar við yfir lengri tíma eða mörgum sinnum upplifum eða lendum í sömu aðstæðum sem í hvert skipti hafa minni og minni áhrif á okkur. Við afnæmumst atburðinum.

Atvinna, mannréttindi eða forréttindi?
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú.

Píratar til sigurs
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður.

Um nýjan veg í Mýrdal og frumhlaup fjarvitrings
Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu.