Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Guðbrandur Einarsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinnumarkaður Reykjanesbær Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar