Samfylkingin og heimilin Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 19:01 Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun