Meðferð á heimilunum í hruninu og eftirleik þess Ólafur Ísleifsson skrifar 21. mars 2021 09:01 Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun