Þegar kjarkinn til breytinga skortir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. mars 2021 17:11 Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Sara Dögg Svanhildardóttir Grunnskólar Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun