Ástin á götunni

Fréttamynd

Ís­bað í Kórnum

Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ kíkir Baldur Sigurðsson í heimsókn til HK í Kórnum í Kópavogi. Þar ræðir hann við Arnar Frey Ólafsson um lyftingar sem og þeir félagar skella sér í ísbað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn í KA

Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Frá þessu greina KA-menn á samfélagsmiðlum sínum nú í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Flottur sigur og heilt yfir fín frammi­staða“

Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þór/KA sækir mark­vörð til Banda­ríkjanna

Þór/KA hefur samið við Shelby Money um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Sem stendur er hún ekki komin með leikheimild en sú ætti að vera gengin í gegn áður en leikar hefjast þann 21. apríl næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Erum bara á flottum stað miðað við árs­tíma“

Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vestri stein­lá í fyrsta leik Eiðs Arons

Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það breytti al­veg planinu“

Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar

Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi Þór orðinn leik­maður Vals

Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alex Freyr heim í Fram áður en langt um líður

Alex Freyr Elísson mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fram á næstu dögum. Hann lék með liðinu allar götur til ársins 2023 þegar Breiðablik keypti hann. Þar náði hann aldrei að festa sig í sessi og er nú á leið aftur í Fram.

Íslenski boltinn