Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2025 09:33 Sölvi Geir þarf ekki að leita miðvarðar þrátt fyrir að tveir hafi hrokkið úr lestinni skömmu fyrir mót. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu. Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5 Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira