Heimilisofbeldi

Fréttamynd

Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Gaslýsing vol. II

Uppi varð fótur og fit á mannfagnaði um daginn sem rataði í fjölmiðla. Maður í áhrifastöðu skeit upp á bak. Þeirra tími virðist vera núna. Í kjölfarið fór afvegaleiðing staðreynda á flug í anda sterkrar gaslýsingar, og takmörkun siðferðis- og sómakenndar í ákveðnum hópi leit dagsins ljós.

Skoðun
Fréttamynd

Þyngdi dóm vegna á­rásar á fyrr­verandi kærustu

Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem hafði veist að fyrrverandi kærustu á heimili hennar í maí 2018, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverkataki.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í

Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var bara búin að sætta mig við að deyja“

Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir er tuttugu og átta ára læknanemi sem segist hafa búið við ofbeldi af hálfu kærustu og síðar eiginkonu sinnar sem hún byrjaði með aðeins tuttugu ára gömul. Hún segir ofbeldið hafa stigmagnaðist á þeim fjórum árum sem þær voru saman og hafi vopn eins og hnífar oft komið við sögu.

Lífið
Fréttamynd

Leyfum strákum að sjá og tjá til­finningar

Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan.

Skoðun
Fréttamynd

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Tomasz gengst við á­­sökunum

Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum of­beldi

Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. 

Skoðun
Fréttamynd

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið viður­kennir mis­tök í máli Maríu í ítar­legri um­fjöllun CNN

CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Líf án ofbeldis fordæmir aðfarargerð í heimilisofbeldismálum

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra.

Skoðun