Umdeild U-beygja United: Antony æfir og má spila Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 10:42 Antony er mættur aftur til æfinga. Getty Brasilíumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, er mættur til æfinga hjá félaginu og er laus úr banni frá því að spila fyrir liðið. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi. United sendi Antony í leyfi á meðan málið er til rannsóknar en þrátt fyrir að rannsókn standi enn yfir hefur þeirri ákvörðun nú verið snúið við. „Sem vinnuveitandi Antony hefur Manchester United ákveðið að hann muni hefja æfingar á ný á Carrington-æfingasvæðinu og verður tiltækur til liðsvals á meðan lögreglurannsókn fram gengur. Málið verður áfram til skoðunar innan félagsins eftir því sem málið þróast,“ segir í yfirlýsingu Manchester United. Ákvörðun United er ákveðin kúvending á stefnu félagsins hvað slík mál varðar en Mason Greenwood, fyrrum leikmaður liðsins, fékk hvorki að æfa né spila á meðan rannsókn á hans meinta ofbeldismáli stóð. Kærur gegn Greenwood voru látnar niður falla í sumar en var í kjölfarið sendur burt frá United, til Getafe á Spáni. Í yfirlýsingunni segir að United fordæmi ofbeldi af þeim toga er Antony er sakaður um og að félagið sé meðvitað um áhrif sem ásakanir sem þessa geti haft á þolendur slíks ofbeldis. Þrátt fyrir það stendur ákvörðun liðsins um að aflétta banni Brasilíusmannsins. Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01 Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01 Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi. United sendi Antony í leyfi á meðan málið er til rannsóknar en þrátt fyrir að rannsókn standi enn yfir hefur þeirri ákvörðun nú verið snúið við. „Sem vinnuveitandi Antony hefur Manchester United ákveðið að hann muni hefja æfingar á ný á Carrington-æfingasvæðinu og verður tiltækur til liðsvals á meðan lögreglurannsókn fram gengur. Málið verður áfram til skoðunar innan félagsins eftir því sem málið þróast,“ segir í yfirlýsingu Manchester United. Ákvörðun United er ákveðin kúvending á stefnu félagsins hvað slík mál varðar en Mason Greenwood, fyrrum leikmaður liðsins, fékk hvorki að æfa né spila á meðan rannsókn á hans meinta ofbeldismáli stóð. Kærur gegn Greenwood voru látnar niður falla í sumar en var í kjölfarið sendur burt frá United, til Getafe á Spáni. Í yfirlýsingunni segir að United fordæmi ofbeldi af þeim toga er Antony er sakaður um og að félagið sé meðvitað um áhrif sem ásakanir sem þessa geti haft á þolendur slíks ofbeldis. Þrátt fyrir það stendur ákvörðun liðsins um að aflétta banni Brasilíusmannsins.
Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01 Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01 Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01
Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01
Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52